• Ljón

Í Sóttkví með Þóri Þóris


Þau koma ekki mikið stærri, Leiknisljónin, heldur en Þórir Þórisson. Plötusnúður, barþjónn og stjórnarmaður eru aðeins örfáir af þeim höttum sem okkar maður ber fyrir félagið. Hann myndi að öllum líkindum deyja fyrir klúbbinn ef þess þyrfti. En við báðum hann nú bara um að deila með okkur hvernig hann lifir af þessa skrítnu tíma og varð hann auðvitað við þeirri bón.


Hvað ertu að lesa?: Ég er sú týpa af manni að ég les ekki mikið ég bíð frekar eftir bíómyndinni, annars er það helst ársreikningur Leiknis því ég veit að það verður ekki gerð bíómynd um hann.

Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Úff ég er alæta á þætti en það helsta er Sunderland till i die verð að klára áður enn sería 2 kemur, Seal team, Act, The Walking dead og svo er rosalega gott að sofna við gamla NCIS þætti.

Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Enga eins og er en það er Star Wars þema heima hjá mér næstu daga og það er bara verið að ákveða í hvaða röð það verður, svo ætli að það verði ekki Marvel þema þegar SW klárast.

Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Dj-inn er nátturulega að undirbúa nýjan playlista fyrir sumarið þannig að það er svo margt sem maður verður að prófa, Íslensk tónlist er að koma sterk inn í bland við gamla slagara.

Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Ég hef ekki hlustað á podcast hingað til en maður veit ekki hvað gerist.

Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Fer út í labbitúr eða bíltúr með myndavélina og finn mér eitthvað viðfangsefni t.d. fugla, landslag ofl. Svo þarf maður líka að sinna frúnni.


Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Ísland-Portúgal í Saint Etienne, fyrsti leikurinn sem ég fór á erlendis og ekki skemmdi félagsskapurin Doddi, Fuego, Blanco, Clausen, Gísli Þorkels og allt hitt Leiknisfólkið.Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:


  • Hollywood stjarna: Sean Connery

  • Íþróttastjarna: Messi

  • Tónlistamaður: George Michael

  • Grínisti: Greipur

  • Sögufræg persóna: Einstein


Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Lasagna, svo gott.

Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Með því að sinna frúnni.


Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Þetta verður geggjað sumar þegar það loksins kemur og munum, við erum STOLT BREIÐHOLTS.65 views0 comments

Recent Posts

See All