• Ljón

Í Sóttkví með Óskari Alfreðs


Sá venjulegi var ekkert venjulega fljótur að fylla út Sóttkvíarlistann enda er hann óstöðvandi í stuðningi sínum við félagið og Ljónavarpið.....og auðvitað að halda fasteignamarkaðinum í gangi í miðju hruni. Óskar Alfreðs gerið svo vel.


Hvað ertu að lesa?: Arnald Indriða...Tregasteinn


Hvað ertu að horfa á (þættir)? Dont fuck with cats & ICARUS


Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Papillion & Escape to victory….Pele og Sly saman….rosaleg mynd.


Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Hlusta á allt ….Ný Dönsk í uppáhaldi


Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Dr.Football, Ljónavarpið og svo Gandalfsmenn


Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Þegar að mér leiðist þá tel ég peninga


Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Ac Milan vs Liverpool CL finale …..hætti að horfa í hálfleik og fór í fílu😀
Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: Brad Pitt

  • Íþróttastjarna: Mikael Nikulásson

  • Tónlistamaður: Egill Einarsson

  • Grínisti: Hafsteinm Hafsteinsson

  • Sögufræg persóna: Atli Eðvaldsson heitinn

Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Samloka með skinku og osti


Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Musterið þarf enga hreyfingu


Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Lengi lifi Clausen


334 views0 comments

Recent Posts

See All