Patryk Hryniewicki

Varnarmaður

Treyjunúmer #?

2000 árgerð

7 Meistaraflokksleikir, þaraf 1 fyrir Leikni

Hver er: Patryk Hryniewicki

Patryk á vef KSÍ

  • Instagram
  • Twitter

Patryk er miðvörður úr 2000 árganginum. Hann hefur siglt undir radarnum miðað við aðra úr þeim árgangi en hann hefur aðeins fengið að spreyta sig einu sinni með meistaraflokki Leiknis að sumri til og var það í 6 mínútur í töpuðum leik...fyrir 4 árum síðan. Hann hefur hins vegar fengið að vera nokkuð með á undirbúningstímabilinu og það eru blikur á lofti þar.

Það má samt líklega gera ráð fyrir því að hann sé ekki 100% tilbúnn að velta Bjarka úr sessi strax í sumar, hvað þá með tilkomu nýrra varnarmanna sem hafa verið fengnir til félagsins utanfrá í vetur. En hann er uppalinn og uppaldir fá sjénsinn fyrr eða síðar. Hann þarf bara að vera tilbúinn að grípa tækifærið þegar það gefst.

Það virðist allavega ekki vera mikið vesen á drengnum því það hefst EKKERT uppúr nettri google-leit af kauða. Nema þá að hann á alnafna sem er frægur harmonikkuleikari.

Við hlökkum til að sjá Patryk vaxa og dafna í Meistaraflokksröndum í sumar.

Screenshot_2020-01-21 Polski akcent w Pu

Screenshot_2020-01-21 Polski akcent w Pu

Screenshot_2020-01-21_Patryk_Hryniewicki

Screenshot_2020-01-21_Patryk_Hryniewicki

Screenshot_2020-01-21_Patryk_Hryniewicki

Screenshot_2020-01-21_Patryk_Hryniewicki

Screenshot_2020-01-21_Patryk_Hryniewicki

Screenshot_2020-01-21_Patryk_Hryniewicki