Ósvald Jarl Traustason

Bakvörður

Treyjunúmer #3

1995

Samningur út 31.12.2020

68 Leikir fyrir Leikni 2 mörk

114 leikir í meistarflokki með 5 mörk

Ósvald á KSÍ

Ósvald á Blikar.is

Ósvald til Leiknis (10.jan.2017)

Ósi er okkar maður. Hann er vinstri bakvörðurinn sem önnur lið geta bara látið sig dreyma um. Hann og Bjarki eru þeir einu sem eru eftir af síðustu víglínu og marki síðasta sumars og það mun reyna á hann með þeim stóra að skapa stöðugleikan aftur með nýjum mönnum. 

Ósi er uppalinn Breiðabliki. Hann varð Norðurlandameistari árið 2011 með U-17 ára landsliði Íslands. Hann á 24 leiki að baki fyrir ungmenna landslið Íslands en fékk aldrei tækifærið hjá Meistaraflokki Breiðabliks. 

Ósi kom á láni til Leiknis árið 2013 og spilaði þar sína fyrstu meistaraflokksleiki áður en hann fór á láni til Fram sumarið á eftir og var í raun á flakk til 2017 þegar Leiknismenn negldu manninn niður og buðu stöðugt heimili fyrir hann að vaxa og dafna. Það hefur drengurinn gert og vonandi ætlar hann sér að halda uppteknum hætti í byrjunarliði Leiknis næstu 5 árin eða svo. 

Ósi er einn tveggja leikmanna í núverandi leikmannahóp sem komst í Lið Áratugarsins fyrir 2010-2019 að mati okkar Leiknisljóna. 

  • Twitter
  • Instagram