Ósvald Jarl Traustason

Bakvörður

Treyjunúmer #3

23 ára

48 Leikir fyrir Leikni 2 mörk

94 leikir í meistarflokki með 5 mörk

Ósvald á Twitter

Ósvald á KSÍ

Ósvald á Blikar.is

Ósvald til Leiknis (10.jan.2017)

Ósvald Jarl er fastamaður í vörn Leiknis og mikill baráttujaxl. Hann er að hefja sitt 3. tímabil sem leikmaður Leiknis og bindum við Leiknisljónin miklar vonir til hans í sumar. Hann er óhræddur við að bruna upp kantinn og láta heyra í sér þegar honum þykir vanta uppá varnarvinnu þeirra sem liggja framar á vellinum. Það er gott að hafa þannig menn í verkefninu. 

Ósi, eins og hann er iðulega kallaður, er uppalinn Breiðabliki. Hann varð Norðurlandameistari árið 2011 með U-17 ára landsliði Íslands. Hann á 24 leiki að baki fyrir ungmenna landslið Íslands en fékk aldrei tækifærið hjá Meistaraflokki Breiðabliks. 

 

Ósi kom á láni til Leiknis árið 2013 og spilaði þar sína fyrstu meistaraflokksleiki áður en hann fór á láni til Fram sumarið á eftir og var í raun á flakk til 2017 þegar Leiknismenn negldu manninn niður og buðu stöðugt heimili fyrir hann að vaxa og dafna. Það hefur hann svo sannarlega gert og eins og áður segir er hann orðinn burðarás með bein í nefinu í liði Leiknis. Hann verður að vera uppá sitt besta í sumar til að liðið okkar nái stöðugleikanum sem hægt verður að byggja á til framtíðar.