Nacho Heras

Varnarmaður

Treyjunúmer #2

27 ára

43 leikir á Íslandi með 2 mörk

Alinn upp hjá Real Madrid

Nacho á Twitter

Nacho á KSÍ

Nacho í viðtali 1.okt. 2018

Nacho Heras í Breiðholtið

Ignacio Hera Anglada, eða Nacho-Man eins og við kjósum að kalla hann, er liðsauki af dýrari gerðinni fyrir átök tímabilsins. Hann kemur til liðs við Leikni eftir tvö sterk tímabil á Ólafsvík í röðum Víkinga þar í bæ. Hann spilaði rúmlega 20 leiki bæði tímabilin þar og þekki því ágætlega til Inkasso-ástríðunnar. 

Nacho er fæddur og uppalinn Madrídarmaður og ólst upp innan raða hvítklædda stórveldisins þar í borg þó að tækifærin hafi látið á sér sitja þar.  Hann færði sig því um set til Atletico Madrid en það sama var uppi á teningnum þar. Hann endaði með því að spila fyrir B-lið Espanyol í heimalandinu í tvö tímabil áður en hann leitaði út fyrir landsteinana til Ungverjalands til að gera garðinn frægan. Þar dvaldi hann eitt gott tímabil áður en hann reyndi aftur fyrir sér í heimalandinu án árangurs.

Ejub vinur okkar á Snæfellsnesinu snappaði drenginn svo upp fyrir sumarið 2017 og eins og áður segir, hefur hann fundið fjölina þar á bæ. Hann fékk meira að segja bera fyrirliðabandið á tímum hjá Víkingum. 

Nacho á að geta leyst flestar stöður í öftustu víglínu en líklegast þykir að hann myndi miðvarðapar með Bjarka í hjarta varnarinnar eftir brottför Miro síðastliðið haust. 

Hér að neðan má sjá myndbönd þar sem Nacho sýnir listir sínar. Fyrst í heimalandinu og svo samantekt frá fyrsta tímabilinu með Víkíng Ó.