Kristján Páll Jónsson

Bakvörður/Miðjumaður

Treyjunúmer #15

30 ára

225 Leikir fyrir Leikni með 30 mörk

250 leikir í meistarflokki með 33 mörk

Kristján á KSÍ

Kristján á Twitter

Kristján á Instagram

Kristján Páll til Fylkis (2.nóv.2012)

Stjáni Endurnýjar við Leikni (16.okt. 2018)

Kristján Páll Jónsson er aldursforseti liðsins í sumar. Hann hefur spilað fleiri leiki í meistaraflokki en nokkur leikmaður í sögu félagsins. Hann spilaði fyrsta leik sinn fyrir meistaraflokk sumarið 2006 og er því búinn að lifa tímana tvenna. 

Kristján hefur meirihluta ferils síns verið hægri kantmaður sem hefur brunað inn fyrir varnir andstæðinganna en síðustu misseri hefur hann sinnt svipuðu hlutverki nema úr stöðu hægri bakvarðar. Það þykir líklegt að hann haldi áfram að sinna þeirri stöðu í sumar enda hefur hann leyst hana leikandi vel. 

Kristján er samningsbundinn félaginu út þetta leiktímabil eftir að hafa skrifað undir nýjan samning síðastliðið haust. Það verður því að teljast líklegt að endirinn sé nær ef liðið gerir ekki góða hluti í sumar og nær að sannfæra gamla um að keyra áfram á eitt eða tvö ár í viðbót. Það skal þó tekið fram að drengurinn er ekki nema þrítugur ennþá! 

Kristján spilaði um stund fyrir Fylki hálft sumarið 2013 og fékk þannig smjörþefinn af Pepsi-deild tveimur árum á undan félögum sínum í Leikni. Hér að neðan má sjá skemmtilegt viðtal við hann þegar hann var einmitt flengdur af gamla félaginu sínu þegar hann var í appelsínugulu litunum.