Ingvar Ásbjörn Ingvarsson

Varnarmaður/Miðjumaður

Treyjunúmer #7

24 ára

61 leikur fyrir Leikni með 6 mörk

77 leikir í meistarflokki með 8 mörk

Ingvar á Twitter

Ingvar á Instagram

Ingvar á KSÍ

Viðtal við .net eftir 3 mörk í 2 leikjum (11.ágúst 2017)

Ingvar með nýjan samning (1.nóv. 2017)

Ingvar Ásbjörn er uppalinn FH-ingur sem kom til Leiknis fyrir sumarið 2016 eftir að hafa tekið sumarið á undan á láni hjá Fjarðabyggð. Ingvar er búinn að spila flesta leiki síðustu þrjú sumur og hæfileikarnir leyna sér ekki. Hann getur bæði spilað bakvörð og kant og hefur lag á að skora mikilvæg mörk fyrir liðið. 

Ingvar spilaði á sínum tíma 3 leiki fyrir U-17 landslið Íslands. Hann er samningsbundinn Leikni út komandi tímabil og því viðbúið að hann ætli að spila sitt besta tímabil með okkur til þess til að tryggja sér annan samning...nú eða vekja athygli stærri liða. 

Þegar sá gállinn er á Ingvari er alveg ljóst að hann getur rifið liðið upp með gæðum sínum og við vonumst til að sjá það sem mest í sumar. Hann er nefnilega skaphundur og það hefur stundum vantað í liðið.