Ingólfur Sigurðsson

Ingólfur Sigurðsson er einn umtalaðisti íslenski leikmaður síðari ára. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára er hann hokinn af reynslu og hæfileikarnir hafa alltaf verið til staðar. Það er óhætt að segja að ef allt gengur upp gætum við Leiknisljónin verið að fara að horfa uppá nýja goðsögn hjá félaginu. Og þær eru ekki margar slíkar sem koma úr hópi aðkomumanna. 

Ingólfur fór aðeins 14 ára utan til Heerenveen í Hollandi og heimsyfirráð virtust óumflýjanleg hjá þessum hæfileikapilt. En kvíðaröskun fór að hrjá hann og tefja fyrir nauðsynlegri þróun á ferlinum. Í seinni tíð hefur Ingólfur verið opinskár um áhrifin sem þetta hefur haft á hann og sem betur fer er skilningur á þessum málum alltaf að aukast. Við ætlum okkur allavega að fullnýta hæfileika drengsins í sumar og vonandi finnur hann sig og sér sig tilneyddan að dvelja lengi hjá okkur í Breiðholtinu. 

Ingólfur hefur leikið með nokkrum félögum á Íslandi og leikið 120 leiki í meistaraflokki. Hann spilaði 15 landsleiki með yngir landsliðum Íslands.

Það er ekki nóg með að Ingólfur er hæfileikaríkur og markheppinn heldur virðast fyrstu merki í röndóttri treyju Leiknis benda til þess að hann geti auðveldlega sett mörk af dýrari gerðinni, utan teigs. Það er eitthvað sem hefur oft vantað uppá hjá okkar mönnum og þeir þurft að spila boltanum langt inn í markteig til að klára færi. Ógnin frá Ingólfi gæti opnað varnir andstæðinganna uppá gát fyrir liðið okkar. Hann er líka með einstaklega nákvæmar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem Stefán og hans teymi hefur ugglaust full áform um að nýta til fullnustu í sumar. 

Haustið 2018 tók Ingólfur þátt í heimildamynd (Religion of Sports-Ingo the Brave) um feril sinn og þröskuldana sem hann hefur þurft að yfirstíga með hliðsjón af gengi félaga hans í landsliðinu á HM síðasta sumar. Stikklan er hér fyrir neðan. 

#ÁframLeiknir

#GoIngoGo

#Leiknisljónin