Hjalti Sigurðsson (á láni frá KR)

Bakvörður/Miðjumaður

Treyjunúmer #20

2000

23 leikir í meistarflokki ( 19 með Leikni)

24 leikir með U-landsliðum

Hjalti á KSÍ

Hjalti valinn efnilegastur í KR (2.okt.´18)

Hjalti í Leikni (apríl 2019)

Hjalti aftur í lykilhlutverki í Breiðholti (24.maí 2020)

Hver er Hjalti? (júní 2020)

  • Instagram
  • Twitter

Hjalti er kominn aftur til Leiknis og ætlar að taka annað sumar í röð á láni frá Íslandsmeisturum KR. Hann kom með félaga sínum Árna Stefáni í fyrra en að þessu sinni er hann öllum hnútum kunnugur í Breiðholti og það er vægt til orða tekið þegar við segjum að öllum er mikið létt. 

Hjalti óx gífurlega með Leikni í fyrra og kemur til baka sem töluvert þroskaðri og öflugri leikmaður til okkar að þessu sinni. Líklegast verður að teljast að hann taki stöðu hægri bakvarðar eða vængbakvarðar eftir brotthvarf Kristjáns Páls en drengurinn er svo miklum hæfileikum gæddur að hann getur í raun tekið að sér hlutverk hvar sem er á vellinum og látið finn fyrir sér. 

Það eru allt aðrar væntingar til Hjalta þetta sumarið en í fyrra og hann er líklegur til að vera einn af lykilleikmönnum liðsins þrátt fyrir að vera af 2000 árgerðinni og því tæknilega að eiga sitt fyrsta tímabil utan 2.flokks. 

 Ef Operation Pepsi Max verður árangursríkt þetta sumarið, segir okkur eitthvað að þessi lánssamningur verði, eftirá að hyggja, stór ástæða þess. 

Velkominn aftur Hjútli!