Gyrðir Hrafn Guðbrandsson

Varnarmaður/Miðjumaður

Treyjunúmer #17

1999

Samningur út 31.12.2020

22 Meistaraflokksleikir  og 5 mörk 

Gyrðir á KSÍ

Gyrðir skoraði EKKI með typpinu (ágúst 2019)

Gyrðir og KR-ingarnir í Ljónavarpinu (maí 2020)

Hlutaveltu-Gyrðir (feb.2007)

Gyrðir til Leiknis (10.des.2018)

  • Instagram

Gyrðir Hrafn er óvenjulegur leikmaður. Hann kom til Leiknis fyrir síðasta leiktímabil en hann er alinn upp af Vesturbæjarstórveldinu KR og tók þátt í Evrópuleikjum í unglingastarfinu þar áður en hann yfirgaf svæðið og slóst í för með alvöru félagi í Breiðholtinu. 

Það var heilmikil eftirvætning eftir drengnum fyrir síðasta tímabil og talað um að hann væri mikill skrokkur osfrv. Hann spilaði í öllum leikjum tímabilsins nema einum og gekk í öll þau hlutverk sem þjálfararnir lögðu fyrir hann. 

Gyrðir spilaði yfirleitt sem afturliggjandi miðjumaður ólíkt miðverðinum sem við sáum fyrir okkur að hann vildi festa sig í. Gyrðir átti marga góða leiki og hann er með heilmikið markanef sem nýttist iðulega í föstum leikatriðum. 

Gyrðir var að koma undan erfiðum meiðslum þegar hann kom til Leiknis í fyrra og í vetur átti hann líka við nokkuð langvinn meiðsli að stríða en ekki þau sömu svo hann ætti að vera mjög ferskur fyrir sumarið.

Það er þó hægt að segja að Siggi og félagið hafi ekki tekið neina sjénsa með að treysta á heilsu Gyrðis fyrir sumarið. Miðjan er troðfull af sterkum leikmönnum og félagið náði í Dag Austmann í miðvörðinn í kjölfar brotthvarfs Nacho Heras. Gyrðir þarf því að sýna slotta hluti til að tryggja sér aftur hlutverk í öllum leikjum sumarsins. 

Við höldum allavega með Gyrði. Hann er skemmtilegur karakter, grjótharður í baráttunni og alltaf gaman að sjá hann setja mark þegar á þarf að halda. Samningur hans rennur út í lok árs svo það er alveg klárt að í sumar sjáum við endanlega hvort leikmaður og félag vilji láta pússa sig saman fyrir framtíðina. Jafnvel gæti verið að báðir aðilar séu að veðja á að #OperationPepsiMax gangi upp þetta árið. 

GyrðirHrafn20ára

GyrðirHrafn20ára

GyrdiraGrillinu

GyrdiraGrillinu

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

GyrdirUndiskrift

GyrdirUndiskrift

GyrdirOgGudjon

GyrdirOgGudjon

GyrdirUppklaeddur

GyrdirUppklaeddur

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

GyrdirKRevropa

GyrdirKRevropa

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

Gyddi

Gyddi

Gyrdirmedpabba

Gyrdirmedpabba

GyrdirLillestrom

GyrdirLillestrom

GyrdirBikar

GyrdirBikar

GyrdirKapteinn

GyrdirKapteinn

Gyrdir

Gyrdir

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

Screenshot_2020-02-23_Gyrðir_Viktorsson_

GyrdirKR

GyrdirKR