Ernir Bjarnason
Miðjumaður
Treyjunúmer #6
1997
Samningur til 31.12.2021
43 Leikir fyrir Leikni og 1 mark
71 leikir í meistarflokki með 4 mörk
16 U-landsleikir með 2 mörk
Ernir til Leiknis (15.nóv.2017)
Ernir Bjarnason blómstraði endanlega sem leikmaður Leiknis á síðasta leiktímabili. 2019 var hans ár. Við gáfum honum viðurnefnið "Vélin" og það var einmitt hlutverkið sem hann hafði á miðjunni. Hann var óþreytandi í hlutverki eins konar varnarmiðjumanns í liðinu en gat líka alveg sett pressu fram á við. Það var sennilega enginn í leikmannahópnum sem var eins áreiðanlegur yfir það heila og á endanum var þessi fyrrum Bliki valinn Leikmaður Tímabilsins af stuðningsmönnum liðsins í lok tímabils.
Ernir meiddist illa í æfingaleik í haust og hefur verið að koma sér í gang eftir áramót. Það vantar ekki samkeppnina á miðjunni enda er gömul hetja í formi Binna Hlö mætt á svæðið. Vélin er í uppáhaldi hjá okkur og það verður fróðlegt að sjá hvort hann haldi áfram á sömu braut í sumar.
Við getum allavega sagt að okkur létti mikið þegar félagið náði að semja við kauða í haust í 2 ár í viðbót. Hann er sá eini úr liði síðasta sumars sem vann sér sess í liði áratugarins fyrir 2010-2019 hjá okkur Leikinsljónum.
Nú keyrir Vélin á fullum krafti inn í #OperationPepsiMax