Ernir Freyr Guðnason- "Eddi"

Varnarmaður

Treyjunúmer #19

21 ára

10 Leikir fyrir Leikni 0 mörk

33 leikir í meistarflokki

Eddi á Twitter (skyldufollow)

Eddi á KSÍ

Ernir Freyr Guðnason er búinn að vera hluti af Leiknisfjölskyldunni frá fæðingu. Sirrý systir hans er fyrirliði kvennaliðsins og mamma er gjaldkeri félagsins ásamt því að öll fjölskyldan kemur að alls kyns verkefnum innan félagsins. Ernir er þó eini fjölskyldumeðlimurinn sem berst með meistaraflokki karla inni á vellinum. 

Ernir Freyr er kallaður Eddi í liðinu þar sem Ernir Bjarnason er þar líka. Eddi spilaði með KB á yngri árum en í fyrra kom hann inn í liðið í 7 leikjum og stefnir í enn stærra hlutverk í sumar. Það verður spennandi að fylgjast með baráttunni hjá Edda í sumar og ekki síður að fylgjast með Twitter-færslum hans. Við mælum eindregið með því að fólk splæsi í eitt gott follow á drenginn. Þið sjáið ekki eftir því. 

Þess má geta að Eddi er mikill karatemaður og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari í Kumite.