Dagur Austmann

Varnarmaður

Treyjunúmer #26

22 ára

Samningsbundin til 31.12.2022

51 leikur með öðrum liðum í Meistaraflokki

21 Landsleikir með yngri landsliðum

 

Dagur á vef KSÍ

Dagur kemur til Leiknis 7.nóv.´19

Dagur til Þróttar maí 2019

Hin Hliðin á .net maí 2018

Dagur til Stjörnunnar des. 2016

Dagur Austmann er kominn til Leiknis í þeim tilgangi að leysa af hinn feykisterka Nacho Heras sem slóg í gegn við hlið Bjarka síðastliðið sumar. Þessi drengur er hokinn af yngrilandsliðareynslu og spilaði fullt af leikjum í Pepsideildinni 2018. Hann er uppalinn Stjörnumaður og eftir dvöl hjá AB í Danmörku kom hann aftur heim í Garðabæinn en fékk fá tækifæri þar. 

Hann tók tímabil með Aftureldingu á láni og fór svo til Vestmannaeyja þar sem hann fékk Pepsibragðið á munninn. 

Á síðasta tímabili tók hann þátt í þrotinu sem var Þróttur Reykjavík svo það er ekkert hægt að dæma hann af því nema að menn í okkar röðum töluðu um að hann hafi verið sérstaklega erfiður viðureignar. 

Það fer af honum orðspor um að vera helvítis skrokkur og það fýlum við auðvitað í Breiðholtinu. Við munum fylgjast vel með kauða og vonum að hann láti okkur gleyma Spánverjanum góða sem fyrst. 

Tvíburabróður Dags, Mána, þekkja mögulega sumir en hann er sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn og skrifaði undir hjá Leikni í byrjun ársins en hann er við nám erlendis og kemur líklega ekki til með að velta Sævar og Sóloni úr sæti í sumarfríinu sínu. En Dagur og Máni eru þó sameinaðir undir merkjum Leiknis. Gaman að því.

  • Twitter
  • Instagram