Daði Bærings Halldórsson

Miðjumaður

Treyjunúmer #5

22 ára

41 Leikir fyrir Leikni 1 mark

11 Unglingalandsleikir með 1 mark 

Daði á Twitter

Daði á KSÍ

Daði til KB (24.maí 2014)

Daði í úrtaki U-21 (18.jan.2017)

Daði farinn til Ameríku (9.ágúst 2018)

Daði Bærings! Mikill hæfileikamaður sem ólst upp hjá Leikni og hefur verið að spila upp alla flokka hjá félaginu. Hann er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en er sem stendur við nám hjá Vermont háskóla vestanhafs og því hefur hann ekki getað spilað heilt tímabil fyrir Breiðholtið síðan 2016.

Daði er þó skráður til leiks með Leikni í sumar og stefnir allt í að hann verði til taks um mitt sumar ef Stefán og þjálfarateymið telur liðið á honum þurfa að halda áður en hann þarf að hverfa aftur til Bandaríkjanna að spila fyrir skólaliðið sitt í ágúst. 

Daði er búinn að spila með unglingalandsliðum Íslands og styrkir hópinn pottþétt þegar hann verður til taks fyrir Leikni.