Bjarki Aðalsteinsson

Miðvörður

Treyjunúmer #4

27 ára

45 Leikir fyrir Leikni 0 mörk

108 leikir í meistarflokki með 4 mörk

Bjarki á Twitter

Bjarki á Instagram

Bjarki á KSÍ

Leikmannaprófíll Bjarka hjá JMU í BNA

Bjarki til Leiknis (5.des.2016)

Bjarki framlengir hjá Leikni (27.nóv.2018)

Bjarki Aðalsteins er hávaxni (194sm), hárfagri kletturinn í miðverðinum hjá Leikni sem hefur staðið í ströngu síðustu tvö sumur eða síðan hann kom frá Þór Ak. Hann er uppalinn hjá Breiðablik þó að meistaraflokkstækifærin í Kópavogi hafi takmarkast við 9 leiki fyrir Augnablik (B-lið Blika). Hann hefur einnig spilað fyrir Reyni Sandgerði og lengst af með Selfossi en hann hefur, eins og áður segir, fundið fjölina svo um munar hér í Breiðholtinu og fögnum við því. Árin 2012-2015 spilaði Bjarki fyrir James Madison háskólann í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum við góðan orðstír. Hann var m.a. valinn í úrvalslið deildarinnar. Hægt er að skoða tilþrif hans með skólanum í myndbandinu hér að neðan og afrekin í riti í hlekk hér að ofan. 

Síðastliðið haust skrifaði Bjarki undir nýjan tveggja ára samning hjá Leikni í kjölfarið á því að þjálfarar liðsins höfðu valið hann besta leikmann liðsins í lok tímabils. Það er ekki ofsögum sagt að Bjarki Aðalsteinsson sé einn af okkar aðal-mönnum fyrir sumarið.