Ásgeir Þór Magnússon

Ásgeir Þór er kominn aftur í Breiðholtið. Uppalinn Leiknismaður sem spilaði síðast fyrir félagið sumarið 2012 en hefur vermt tréverkið að mestu síðan hjá ýmsum félögum og ekki spilað leik í Íslandsmóti síðustu 3 sumur. Þetta er eitthvað sem hvorki Siggi né stjórnin hafa áhyggjur af og verð Ljónin því bara að bíða og sjá hvort hann nái að fylla hanska goðsagnarinnar sem var að afklæðast þeim fyrir stystu. 

Gárungarnir segja að Ásgeir hafi á sínum tíma jafnvel verið talinn líklegri en Eyjó til afrekar á milli stanganna enda var hann viðriðin yngri landsliðin upp öll unglingsárin en það rættist ekki og er hann því kominn sem hálfóskrifað blað í hópinn aftur. 

Ásgeir er búinn að verja síðustu árum í læknisfræðinámi í Slóvakíu en ætti að vera kominn af fullum krafti í Pepsi Max verkefnið sem framundan er í sumar. Við bjóðum hann og þetta gullfallega hár bæði velkomin aftur til leiks með Leikni!

  • Instagram