Árni Elvar Árnason

Miðjumaður

Treyjunúmer #8

22 ára

36 Leikir fyrir Leikni

52 leikir í meistarflokki með 6 mörk

Árni Elvar á Twitter

Árni Elvar á Instagram

Árni Elvar á KSÍ

Árni Elvar skrifar undir (18.okt.2018)

Árni Elvar er uppalinn Leiknismaður sem er ennþá aðeins 22 ára gamall. Hann festi sig vel í sessi síðasta sumar sem hluti af miðjukjarna liðsins en hann getur hlaupið undir bagga nánast hvar sem er á vellinum og er sem slíkur alltaf ákaflega mikilvægur hlekkur í hópnum. 

Í sumar gæti hann þurft að hrifsa sætið af einhverjum öðrum á miðjunni ef hann á að vera fastamaður í byrjunarliði eftir komu Ingós og plássins sem Vuk er talinn fá sjénsinn með. Það væri þá flott breidd sem Leiknir hefur ekki alltaf haft í hóp sínum og stuðningsmenn hljóta að taka því fagnandi enda sleppa fæst lið við meiðsli eða lélegt form einhvers af lykilmönnum. 

Árni Elvar var nokkrum sinnum kallaður til með unglingalandsliðum Íslands en náði aldrei að spila leik með þeim.